Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Palace enn í leit að fyrsta sigrinum - „Því get ég lofað“
Mynd: EPA
Austurríski stjórinn Oliver Glasner situr í sjóðandi heitu sæti hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace, en hann gæti misst starf sitt ef liðið nær ekki í úrslit í kvöld.

Palace er í 18. sæti deildarinnar og hefur ekki enn unnið leik.

Samkvæmt ensku blöðunum er sæti Glasner öruggt í bili, en andrúmsloftið á það oft til að breytast á augabragði.

„Ég var spurður að þessu á síðasta tímabili. 'Hvað mun taka langan tíma þangað til allt smellur saman?'. Ég sagðist ekki vita það og það er sama svarið núna,“ sagði Glasner.

„Ég get hins vegar lofað því að hver einasti leikmaður og starfsmaður í þjálfarateyminu eru að leggja mikla vinnu á sig til að koma okkur í betra form. Við ætlum að finna meiri stöðugleika og ná í úrslit. Því get ég lofað.“

„Auðvitað munum við gefa allt sem höfum gegn Nottingham Forest og til að ná í sigurinn. Við gerum okkar besta til að bæta okkur. Við tökum eitt skref í einu, leik fyrir leik og náum síðan í úrslitum sem við erum að leita eftir,“
sagði Glasner.

Palace mætir Forest í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner