Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Orri Steinn byrjaði í sigri Sociedad - Góður dagur hjá Williams-bræðrum
Orri Steinn fékk færin til að skora en nýtti ekki
Orri Steinn fékk færin til að skora en nýtti ekki
Mynd: Getty Images
Inaki og Nico voru frábærir með Athletic
Inaki og Nico voru frábærir með Athletic
Mynd: EPA
Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad sem bar sigurorð af Girona, 1-0, í La Liga á Spáni í kvöld.

Orri átti flottan glugga með landsliðinu og fékk síðan sénsinn með Sociedad í dag.

Eina markið gerði heimsmeistarinn Mikel Oyarzabal undir lok fyrri hálfleiks.

Orri kom sér í tvö mjög góð færi í leiknum en brást bogalistin. Hann fær 6,6 í einkunn á FotMob og var lægstur af öllum byrjunarliðsmönnum Sociedad.

Sigur er samt sigur og er Sociedad taplaust í síðustu þremur deildarleikjum. Liðið er í 11. sæti með 12 stig, þremur stigum frá Evrópusæti.

Williams-bræður áttu frábæran dag í 4-1 sigri Athletic Bilbao á Espanyol.

Nico lagði upp fyrsta markið og þá skoraði Inaki tvö. Alex Berenguer, liðsfélagi þeirra, skoraði eitt og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.

Bilbao er í 4. sæti með 17 stig.

Real Betis vann þá Osasuna, 2-1. Vitor Roque, sem kom til Betis frá Barcelona í sumar, skoraði fyrra mark Betis, en Argentínumaðurinn Ezequiel Avila gerði sigurmarkið þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Betis er í 6. sæti með 15 stig.

Girona 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('44 )

Osasuna 1 - 2 Betis
0-1 Vitor Roque ('7 )
1-1 Lucas Torro ('59 )
1-2 Ezequiel Avila ('73 )
Rautt spjald: Natan, Betis ('90)

Athletic 4 - 1 Espanyol
1-0 Dani Vivian ('6 )
2-0 Inaki Williams ('28 )
3-0 Inaki Williams ('30 )
4-0 Alejandro Berenguer ('55 )
4-1 Alvaro Tejero ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 9 8 0 1 28 9 +19 24
2 Real Madrid 9 6 3 0 19 6 +13 21
3 Atletico Madrid 9 4 5 0 13 5 +8 17
4 Villarreal 9 5 2 2 17 17 0 17
5 Osasuna 9 4 3 2 13 14 -1 15
6 Athletic 9 4 2 3 13 10 +3 14
7 Mallorca 9 4 2 3 9 8 +1 14
8 Vallecano 9 3 4 2 11 9 +2 13
9 Celta 9 4 1 4 16 15 +1 13
10 Betis 9 3 3 3 8 8 0 12
11 Girona 9 3 3 3 11 12 -1 12
12 Sevilla 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 Espanyol 9 3 1 5 9 13 -4 10
14 Alaves 10 3 1 6 13 18 -5 10
15 Real Sociedad 9 2 3 4 7 8 -1 9
16 Getafe 9 1 5 3 6 7 -1 8
17 Leganes 9 1 5 3 5 9 -4 8
18 Valladolid 10 2 2 6 8 21 -13 8
19 Valencia 9 1 3 5 5 13 -8 6
20 Las Palmas 9 0 3 6 9 17 -8 3
Athugasemdir
banner