Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 15:40
Elvar Geir Magnússon
Starf Lopetegui ekki í hættu sem stendur
Mynd: EPA
Ekki er hætta á að Julen Lopetegui missi starf sitt strax þrátt fyrir vaxandi áhyggjur hjá West Ham vegna lélegs gengis í upphafi tímabilsins.

West Ham er í 15. sæti eftir 4-1 tap gegn Tottenham á laugardag og er ekki að íhuga stjóraskipti sem stendur. Félagið hyggst gefa Lopetegui tíma eftir að hafa ráðið hann í sumar til að taka við af David Moyes.

Stjórn West Ham er ekki þekkt fyrir að taka skyndiákvarðanir og er samkvæmt Guardian meðvituð um að Spánverjinn er að innleiða nýjan leikstíl og er með marga nýja leikmenn í höndunum.

Pressan eykst þó á Lopetegui en West Ham á heimaleik gegn Manchester United á sunnudag. Staða hans gæti verið skoðuð ef ekki sjást framfarir fyrir jól.

West Ham hefur fengið á sig fimmtán mörk í átta leikjum þrátt fyrir að hafa bætt við sig Aaron Wan-Bissaka, Max Kilman ogJean-Clair Todibo.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 8 7 0 1 15 3 +12 21
2 Man City 8 6 2 0 19 9 +10 20
3 Arsenal 8 5 2 1 15 8 +7 17
4 Aston Villa 8 5 2 1 15 10 +5 17
5 Brighton 8 4 3 1 14 10 +4 15
6 Chelsea 8 4 2 2 17 10 +7 14
7 Tottenham 8 4 1 3 18 9 +9 13
8 Nott. Forest 8 3 4 1 8 6 +2 13
9 Newcastle 8 3 3 2 8 8 0 12
10 Fulham 8 3 2 3 11 11 0 11
11 Bournemouth 8 3 2 3 10 10 0 11
12 Man Utd 8 3 2 3 7 9 -2 11
13 Brentford 8 3 1 4 14 15 -1 10
14 Leicester 8 2 3 3 12 14 -2 9
15 West Ham 8 2 2 4 11 15 -4 8
16 Everton 8 2 2 4 9 15 -6 8
17 Ipswich Town 8 0 4 4 6 16 -10 4
18 Crystal Palace 8 0 3 5 5 11 -6 3
19 Southampton 8 0 1 7 6 18 -12 1
20 Wolves 8 0 1 7 10 23 -13 1
Athugasemdir
banner
banner