Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 21:37
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Lewandowski að stinga af í baráttunni um gullskóinn
Mynd: EPA
Robert Lewandowski skoraði tvö er Barcelona vann Sevilla 5-1 í La Liga á Spáni í kvöld.

Pólski sóknarmaðurinn kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu áður en Lamine Yamal lagði upp annað markið fyrir Pedri aðeins fjórum mínútum síðar.

Lewandowski var aftur á ferðinni á 39. mínútu með sitt tólfta deildarmark á tímabilinu. Hann er sem stendur markahæstur í deildinni, sex mörkum á undan Kylian Mbappe og Ayoze Perez.

Varamaðurinn Pablo Torre bætti við fjórða markinu á 82. mínútu áður en Stanis Idumbo-Muzambo minnkaði muninn. Torre bætti síðan við öðru áður en flautað var til leiksloka.

Barcelona er í toppsætinu með 27 stig, þremur meira en erkifjendur þeirra í Real Madrid.

Barcelona 5 - 1 Sevilla
1-0 Robert Lewandowski ('24 , víti)
2-0 Pedri ('28 )
3-0 Robert Lewandowski ('39 )
4-0 Pablo Torre ('82 )
4-1 Stanis Idumbo-Muzambo ('87 )
5-1 Pablo Torre ('88 )

Villarreal 1 - 1 Getafe
1-0 Santi Comesana ('44 )
1-1 Mauro Arambarri ('87 , víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 10 9 0 1 33 10 +23 27
2 Real Madrid 10 7 3 0 21 7 +14 24
3 Atletico Madrid 10 5 5 0 16 6 +10 20
4 Villarreal 10 5 3 2 18 18 0 18
5 Athletic 10 5 2 3 17 11 +6 17
6 Mallorca 10 5 2 3 10 8 +2 17
7 Betis 10 4 3 3 10 9 +1 15
8 Osasuna 10 4 3 3 14 16 -2 15
9 Vallecano 10 3 4 3 11 10 +1 13
10 Celta 10 4 1 5 17 17 0 13
11 Real Sociedad 10 3 3 4 8 8 0 12
12 Girona 10 3 3 4 11 13 -2 12
13 Sevilla 10 3 3 4 10 15 -5 12
14 Alaves 10 3 1 6 13 18 -5 10
15 Espanyol 10 3 1 6 10 17 -7 10
16 Getafe 10 1 6 3 7 8 -1 9
17 Leganes 10 1 5 4 6 12 -6 8
18 Valladolid 10 2 2 6 8 21 -13 8
19 Valencia 9 1 3 5 5 13 -8 6
20 Las Palmas 9 0 3 6 9 17 -8 3
Athugasemdir
banner