Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Gísli Eyjólfs gulltryggði sigur Halmstad
Gísli Eyjólfs skoraði fyrsta deildarmark sitt í dag
Gísli Eyjólfs skoraði fyrsta deildarmark sitt í dag
Mynd: Halmstad
Blikinn Gísli Eyjólfsson skoraði þriðja og síðasta mark Halmstad í 3-1 sigri liðsins á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta deildarmark hans með liðinu.

Gísli og Birnir Snær Ingason byrjuðu báðir á tréverkinu en Gísli kom inn á í stöðunni 2-1 fyrir Halmstad.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði hann markið sem gulltryggði sigurinn gegn Sirius.

Birnir Snær kom inn af bekknum fimm mínútum síðar og hjálpaði liðinu að sigla sigrinum heim.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Halmstad sem er nú í 12. sæti með 27 stig þegar þrjár umferðir eru eftir og aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner