Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Webb var að hlusta en átti engan þátt í því að reka Saliba af velli
Mynd: Getty Images
Dómarasambandið á Englandi, PGMOL, hefur greint frá því að Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hafi hlustað á dómarana í VAR-herberginu þegar ákveðið var að gefa William Saliba, leikmanni Arsenal, rauða spjaldið gegn Bournemouth, en hann átti hins vegar engan þátt í þeirri ákvörðun. Athletic greinir frá.

Webb var í stúkunni á leik Bournemouth og Arsenal, en það gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum er Saliba sá rautt eftir hálftímaleik.

Saliba tók niður Evanilson sem var að sleppa í gegn og fékk upphaflega að líta gula spjaldið frá Rob Jones, dómara leiksins.

Eftir skoðun VAR þá fékk Saliba rauða spjaldið, en á sama tíma sást Webb í mynd.

Þar var hann í símanum og fóru vangaveltur á loft hvort hann væri að hafa áhrif ákvörðunina. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, setti meðal annars færslu á X og velti þar fyrir sér hvort Webb ætti einhvern þátt í rauða spjaldinu, en eyddi henni nokkrum mínútum síðar.

Dómarasambandið hefur nú viðurkennt að Webb hafi verið að hlusta á það sem fór fram í VAR-herberginu, en að hann hafi ekki verið að ræða við dómarana.

Hann var því bara að sinna starfi sínu sem yfirmaður dómarasambandsins.

Arsenal tapaði leiknum, 2-0, en þetta var fyrsta tap liðsins á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner