Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Við mættum til leiks
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, var í skýjunum með framlag sinna manna í 2-1 sigrinum á Chelsea á Anfield í dag.

Hollendingurinn gat ekki beðið um betri byrjun með Liverpool en hann var að ná í tíunda sigurinn á tímabilinu.

Liverpool hefur unnið sjö deildarleiki, einn leik í deildabikar og tvo í Meistaradeildinni.

„Það voru margir aðrir leikir erfiðir en þetta var líklega sá erfiðasti því Chelsea er með svo marga gæða leikmenn og líka vegna skipulagsins. Við þurftum að berjast af krafti til að koma þessum yfir línuna.“

„Við vörðumst vel allan leikinn. Vinnuframlagið var ótrúlegt en leikurinn varð okkur erfiður því það voru nokkrar ákvarðanir sem féllu ekki með okkur. Stærsta atriðið var þegar við héldum að við vorum að fá vítaspyrnu undir lok hálfleiksins. Að fara 2-0 inn í hálfleikinn hefði skipt sköpum, en síðan fáum við á okkur mark snemma í seinni. Við hins vegar stigum upp og náðum í annað mark.“

„Því betri sem andstæðingurinn er því meira þarftu að berjast. Það eru svo mörg góð lið í ensku úrvalsdeildinni og til að vinna þarftu alla vega að berjast og vonast svo til þess að einstaklingarnir geti gert gæfumuninn.

„Það hjálpar auðvitað þegar þú spilar gegn Chelsea. Þetta er stórleikur og það finna það allir. Við fundum fyrir því og stuðningsmennirnir sömuleiðis því þeir studdu okkur allan leikinn. Við mættum til leiks og það var það mikilvægasta,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner