Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Forest hafði betur eftir gjöf frá Dean Henderson
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Nottingham Forest 1 - 0 Crystal Palace
1-0 Chris Wood ('65)

Nottingham Forest og Crystal Palace áttust við í síðasta leik 8. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins í kvöld.

Hart var barist í Nottingham og ríkti jafnræði með liðunum sem skiptust á að eiga góða kafla og fá góð færi.

Forest fékk betri færi í fyrri hálfleik en staðan var markalaus allt þar til á 65. mínútu, þegar Chris Wood skoraði það sem reyndist eina mark leiksins.

Wood skoraði með skoti utan vítateigs og hefur Dean Henderson fengið mikla gagnrýni fyrir að hafa mistekist að verja skotið sem var ekki sérlega fast.

Sjáðu atvikið

Eberechi Eze komst næst því að jafna fyrir Palace þegar skot hans eftir aukaspyrnu hafnaði í slánni og urðu lokatölur 1-0 eftir mikinn baráttuleik.

Nottingham Forest er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir þennan sigur, með 13 stig eftir 8 umferðir.

Crystal Palace er í fallsæti með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner