Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dagný kom við sögu í tapi gegn Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: West Ham
Fjórum fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild kvenna á Englandi, þar sem Arsenal er komið aftur á sigurbraut eftir slaka byrjun á deildartímabilinu.

Arsenal heimsótti West Ham og vann 0-2 sigur. Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á bekknum hjá Hömrunum og fékk að spila síðustu 10 mínúturnar, en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Manchester City er á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Aston Villa, en Man City var 0-1 undir í leikhlé.

Gabi Nunes skoraði fyrir Aston Villa í fyrri hálfleik en Lauren Hemp skoraði og lagði svo upp fyrir Jill Roord í síðari hálfleik. Heimakonur í Man City voru talsvert sterkari aðilinn og verðskulduðu þennan endurkomusigur.

City er með 13 stig á toppi deildarinnar sem stendur og er Arsenal í fimmta sæti með 8 stig.

Liverpool gerði þá 1-1 jafntefli við Crystal Palace og er í sjötta sæti með 6 stig, á meðan Leicester lagði Everton að velli.

West Ham 0 - 2 Arsenal
0-1 Mariona Caldentey ('71, víti)
0-2 Rusul Kafaji ('89)

Man City 1 - 2 Aston Villa
0-1 Gabi Nunes ('20)
1-1 Lauren Hemp ('62)
2-0 Jill Roord ('70)

Liverpool 1 - 1 Crystal Palace

Leicester 1 - 0 Everton

Athugasemdir
banner