Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Baulað á David James á Anfield - Varði tvær vítaspyrnur frá ellefu ára dreng
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Liverpool bauluðu á David James, fyrrum markvörð liðsins, er hann varði tvær vítaspyrnur frá ellefu ára barni sem fékk tækifærið til að taka vítaspyrnu í hálfleik í leik Liverpool og Chelsea á Anfield í dag.

Standard Chartered, einn helsti styrktaraðili Liverpool, bauð krökkum að taka vítaspyrnur á James.

Einn ellefu ára krakki sem var greinilega spenntur fyrir tækifærinu að fá að skora á Anfield, mætti James á vítapunktinum, en þessi fyrrum markvörður Liverpool og enska landsliðsins, var ekki á þeim buxunum að leyfa honum að skora.

James varði vítaspyrnu frá honum en bauð honum að taka aðra, sem hann auðvitað varði líka.

Í kjölfarið var baulað á James úr stúkunni, sem snéri í áttina að þeim og yppti öxlum.

James, sem spilaði með ÍBV árið 2013, birti sjálfur myndskeið af vörslunni og virtist stoltur af þessu afreki sínu.




Athugasemdir
banner
banner