Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Sigdís Eva lagði upp í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigdís Eva Bárðardóttir lagði upp sitt fyrsta deildarmark í Svíþjóð er Norrköping vann Örebro, 2-0, í Íslendingaslag í dag.

Unglingalandsliðskonan kom til Norrköping frá Víkingi í sumar og hefur verið að fá mínútur hér og þar.

Sigdís kom inn af bekknum á 82. mínútu í dag og lagði upp annað mark liðsins gegn Örebro.

Katla María Þórðardóttir var í byrjunarliði Örebro og þá kom Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir inn af bekknum í síðari hálfleik.

Norrköping er í 5. sæti með 38 stig en Örebro í 13. sæti með 19 stig.

Þórdís Elva Ágústsdóttir kom þá inn af bekknum hjá Växjö sem tapaði fyrir AIK, 3-1. Växjö er í 8. sæti með 27 stig.

Emelía Ásgeirsdóttir spilaði allan leikinn í 2-0 sigri Nordsjælland á Odense í dönsku úrvalsdeildinni. Nordsjælland er á toppnum með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner