Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Kane skoraði þrennu í seinni hálfleik
Mynd: Getty Images
Bayern 4 - 0 Stuttgart
1-0 Harry Kane ('57 )
2-0 Harry Kane ('60 )
3-0 Harry Kane ('80 )
4-0 Kingsley Coman ('89 )

Harry Kane skoraði þrennu í síðari hálfleik er Bayern München vann Stuttgart, 4-0, í þýsku deildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik eftir fremur tíðindalitlan fyrri hálfleik en Bayern-vélin fór að malla í þeim síðari.

Kane skoraði með hörkuskoti fyrir utan teig á 57. mínútu, neðst í vinstra hornið og bætti hann þá við öðru þremur mínútum síðar eftir mikinn darraðadans í teignum.

Tíu mínútum fyrir leikslok fullkomnaði hann þrennu sína með skoti af stuttu færi eftir að Thomas Müller skaut boltanum í varnarmann og til Kane sem var ekki í neinum vandræðum með að skora.

Kingsley Coman rak síðasta naglann í kistu Stuttgart eftir sendingu frá Müller. Lokatölur 4-0 á Allianz-leikvanginum og er Bayern komið aftur á toppinn með 17 stig.

Kane er annar markahæstur í deildinni með 8 mörk en aðeins Omar Marmoush hefur skorað fleiri eða níu talsins. Marmoush er á mála hjá Eintracht Frankfurt.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 4 2 0 20 7 +13 14
2 RB Leipzig 6 4 2 0 9 2 +7 14
3 Eintracht Frankfurt 6 4 1 1 14 9 +5 13
4 Dortmund 7 4 1 2 14 12 +2 13
5 Freiburg 6 4 0 2 9 7 +2 12
6 Leverkusen 6 3 2 1 16 12 +4 11
7 Union Berlin 6 3 2 1 6 4 +2 11
8 Stuttgart 6 2 3 1 15 11 +4 9
9 Heidenheim 6 3 0 3 10 8 +2 9
10 Mainz 6 2 2 2 11 10 +1 8
11 Werder 6 2 2 2 8 12 -4 8
12 Wolfsburg 6 2 1 3 13 12 +1 7
13 Augsburg 6 2 1 3 9 15 -6 7
14 Gladbach 6 2 0 4 7 10 -3 6
15 Hoffenheim 6 1 1 4 10 16 -6 4
16 St. Pauli 7 1 1 5 5 11 -6 4
17 Holstein Kiel 6 0 2 4 9 19 -10 2
18 Bochum 6 0 1 5 6 14 -8 1
Athugasemdir
banner
banner