Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 20. október 2024 22:27
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Eftir að þeir urðu einum færri, þá bara nánast dó leikurinn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir að liðið hans vann sigraði Fylki 1-0 í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 KR

„Við urðum flatir og fluttum boltan hægt og opnuðum ekki Fylkismenninna, sem voru reyndar bara mjög vel skipulagðir. Við fluttum ekki boltan nógu hratt til þess að geta opnað þá nógu oft, þó svo að við fengum færi til að skora fleiri mörk, þá fannst mér þetta ver full flatt. Þessi leikur var svolítið eins og hann er. Þeir eru fallnir, það er lítið af áhorfendum, menn eiga greinilega erfitt með að finna einhverja hvatningu og einhvern drifkraft. Við töluðum um það fyrir leikinn að við ætluðum ekki að falla í þessa gryfju, þó svo það er ekki um mikið að keppa, þá er samt alltaf að einhverju að keppa. Þú ert að koma fram fyrir sjálfan þig, þú ert að koma fram fyrir félagið. Við töluðum um það fyrir leikinn, þú ert að spila í KR, það eru forréttindi að fá að fara í þessa treyju. Verður maður ekki bara að vera sáttur með 3 stig."

KR er í þeirri stöðu að þeir hafa ekkert að spila fyrir í þessum loka leikjum. Þá er oft spurningin hvað gerir þjálfarinn í þessari stöðu.

„Fótbolti er núvitund. Þú ert í raunu og veru bara það sem þú gerir í hverjum einstaka leik, hverri einstöku æfingu. Þú færð ekkert fyrir það sem þú gerðir í gær og framtíðin segir okkur ekki neitt. Þannig að við erum allir undir mælustikunni á hverjum degi. Þessi leikur er ekki að fara skera úr um hver verður lykilmaður á næsta ári, það er alls ekki þannig. Við hinsvegar töluðum um það, að það er mikilvægt fyrir okkur að klára þetta mót vel. Það er mikilvægt að ná meðbyrnum af góðum frammistöðum, til að koma sterkir inn í veturinn. Það er það sem við ætlum okkur að gera á Laugardaginn, við ætlum okkur að mæta og vinna þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner