Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Chelsea þarf nýjan markvörð“
Mynd: EPA
Chelsea verður að festa kaup á nýjum markverði en þetta segir Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports.

Spænski markvörðurinn Robert Sanchez átti slakan dag á skrifstofunni hjá Chelsea er liðið tapaði fyrir Liverpool á Anfield í gær.

Hann virkaði mjög óöruggur í aðgerðum sínum, bæði í sigurmarkinu og líka undir lok fyrri hálfleiks er hann fór seint út á móti Curtis Jones.

Dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu á Sanchez fyrir brot á Jones, en dró ákvörðun sína til baka er hann sá í gegnum VAR að Sanchez hafi verið á undan í boltann.

Carragher er samt á því máli að Chelsea þurfi nýjan markvörð ef félagið vill komast aftur í röð fremstu liða.

„Frá sjónarhorni Chelsea er þetta mjög slakt. Reece James labbar og markvörðurinn er svo slakur. Þetta var slök snerting frá Curtis Jones og líka frá markverðinum, Robert Sanchez.“

„Sanchez verður að fara út og vinna þennan bolta. Jones ætti að vera skíthræddur við markvörðinn sem er að koma í áttina að honum. Þú verður að fara út og vonast til að boltinn fari í andlitið á þér og þú náir að bjarga marki. Chelsea þarf nýjan markvörð ef þeir ætla sér að komast á þann stað sem félagið vill vera á,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner