Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Már kveður sviðið
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson mun næsta laugardag spila sinn síðasta alvöru leik á ferlinum.

Valur mætir þá ÍA og mun með einu stigi tryggja sér Evrópusæti.

Birkir Már, sem hefur átt magnaðan feril, lét það í ljós fyrir sumarið að þetta tímabil væri hans síðasti dans á ferlinum.

„Já, það er alveg 100 prósent að þetta er síðasti dansinn. Maður verður ekki heima næsta sumar," sagði Birkir en fjölskylda hans er flutt til Svíþjóðar.

Hann mun þó áfram líklega eitthvað sprikla í fótbolta, áhugamannabolta.

„Maður mun eitthvað halda samt áfram að sprikla í fótbolta og ætli ég heyri ekki í félaginu sem ég æfði með úti í Svíþjóð eftir jól áður en ég kom heim. Vonandi fara þeir upp um deild og það væri fínt. Það er frí allan júlí og það væri glæsilegt," sagði Birkir sem verður fertugur í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner