Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fótboltasambandið krefst útskýringa frá Gary O'Neil
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur beðið Gary O'Neil þjálfara Wolves um að útskýra ummæli sín eftir 1-2 tap gegn Manchester City um helgina.

O'Neil var ósáttur að leikslokum eftir að John Stones skoraði sigurmark fyrir Man City undir lok uppbótartímans.

O'Neil vildi fá dæmda rangstöðu á Bernardo Silva í aðdraganda marksins og var ósáttur þegar VAR-teymið var ósammála honum.

„Það er enginn möguleiki á því að fólk sé viljandi að gera þetta gegn Wolves, bara svo það sé á hreinu, en það er eitthvað í undirmeðvitundinni þegar það kemur að því að taka ákvarðanir, svona án þess að þeir geri sér grein fyrir því. Ertu líklegri til þess að gefa Man City þetta fram yfir Wolves?" sagði O'Neil meðal annars að leikslokum og krefst fótboltasambandið nánari útskýringa.

   20.10.2024 18:21
Segir 'litlu' liðin oft verða undir þegar það kemur að stórum ákvörðunum - „Eitthvað í undirmeðvitundinni“


Wolves hefur farið illa af stað á nýju úrvalsdeildartímabili og er aðeins komið með eitt stig eftir átta fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner