Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Salah komið að fleiri mörkum en Aguero
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er kominn í 9. sæti yfir markahæstu menn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fer því upp að hlið Jermain Defoe, en hann náði þessum áfanga í 2-1 sigrinum á Chelsea í dag.

Salah skoraði fyrra mark Liverpool úr vítaspyrnu en það var 162. mark hans í deildinni og þá lagði hann upp sigurmarkið fyrir Curtis Jones.

Hann er því kominn í 9. sæti yfir markahæstu menn, með jafnmörg mörk og Jermain Defoe.

Ef Salah heldur áfram að skora á hann möguleika á því að komast upp í 6. sæti áður en tímabilið er á enda, en það eru fimmtán mörk í Frank Lampard, sem skoraði 177 mörk fyrir Chelsea, Manchester City og West Ham.

Þegar horft er á tölfræði yfir mörk og stoðsendingar fyrir eitt félag er Salah í 6. sæti en hann tók fram úr Sergio Aguero, fyrrum leikmanni Manchester City.

Salah er með 160 mörk og 72 stoðsendingar fyrir Liverpool í deildinni, en hann mun að öllum líkindum komast á topp fimm fyrir áramót.


Athugasemdir
banner
banner