Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lautaro hetja Inter gegn Roma
Lautaro Martínez skoraði gott mark
Lautaro Martínez skoraði gott mark
Mynd: EPA
Lautaro Martínez skoraði sigurmark Inter sem vann nauman 1-0 sigur á Roma í Seríu A í kvöld.

Færin voru á báða bóga allan leikinn. Marcus Thuram átti hörkuskot snemma leiks sem Mile Svilar varði og þá var Yann Sommer nálægt því að fá á sig neyðarlegt mark er Lorenzo Pellegrini kom með fyrirgjöf frá hægri, en Sommer blakaði boltanum í stöng.

Henrikh Mkhitaryan átti því næst frábært skot sem fór í slá og yfir markið á 13. mínútu.

Inter-menn vildu vítaspyrnu eftir hálftímaleik er Evan Ndicka ýtti Thuram í teignum, en VAR taldi að þarna var ekki um skýrt og augljóst brot að ræða og því engin vítaspyrna dæmd.

Meistararnir náðu að knýja fram sigurmark þegar hálftími var eftir. Davide Frattesi kom með sendingu fyrir markið eftir hraða skyndisókn. Sendingin var ekki nógu góð, en varnarleikur Roma var verri. Boltinn datt í gegnum varnarmenn liðsins og á Lautaro sem hamraði boltanum í þaknetið.

Inter óð í færum eftir markið en Svilar sá til þess að halda Roma inn í leiknum með tveimur frábærum vörslum.

Matias Soule komst næst því að ná í jöfnunarmark fyrir Roma er hann lét vaða fyrir utan teig á lokamínútum leiksins en Sommer var vandanum vaxinn í markinu.

Inter fer upp í annað sætið með 17 stig en Roma er í 10. sæti með 10 stig.


Cagliari 3 - 2 Torino
1-0 Nicolas Viola ('38 )
1-1 Antonio Sanabria ('41 )
1-2 Karol Linetty ('55 )
2-2 Jose Luis Palomino ('74 )
3-2 Saul Coco ('78 , sjálfsmark)

Roma 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('60 )

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 8 6 1 1 15 5 +10 19
2 Inter 8 5 2 1 17 9 +8 17
3 Juventus 8 4 4 0 11 1 +10 16
4 Milan 8 4 2 2 16 9 +7 14
5 Fiorentina 8 3 4 1 15 8 +7 13
6 Atalanta 8 4 1 3 18 13 +5 13
7 Lazio 8 4 1 3 14 12 +2 13
8 Udinese 8 4 1 3 10 11 -1 13
9 Torino 8 3 2 3 14 14 0 11
10 Roma 8 2 4 2 8 6 +2 10
11 Empoli 8 2 4 2 6 5 +1 10
12 Verona 7 3 0 4 12 12 0 9
13 Bologna 8 1 6 1 9 11 -2 9
14 Como 8 2 3 3 11 15 -4 9
15 Cagliari 8 2 3 3 8 13 -5 9
16 Parma 8 1 4 3 11 13 -2 7
17 Genoa 8 1 3 4 7 17 -10 6
18 Lecce 8 1 2 5 3 18 -15 5
19 Monza 7 0 4 3 5 9 -4 4
20 Venezia 8 1 1 6 5 14 -9 4
Athugasemdir
banner