Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Segir að Nani harmi misskilninginn
Nani vann einn titil með portúgalska landsliðinu - EM 2016.
Nani vann einn titil með portúgalska landsliðinu - EM 2016.
Mynd: Getty Images
The Sun er meðal fjölmiðla sem hafa greint frá því að portúgalska fótboltastjarnan Nani hefur verið kærður fyrir þjófnað eftir samskipti sín við stuðningsmann.

Stuðningsmaðurinn var með landsliðstreyju Portúgal númer 17, merkta Nani, sem hann vildi láta árita af leikmanninum sjálfum, en leikmaðurinn endaði á að hirða treyjuna og keyra á brott.

   20.10.2024 13:20
Kærði Nani fyrir þjófnað


Nani var sannfærður um að þetta væri stolin treyja og tók hana eftir stutt samtal við stuðningsmanninn.

„Luis Nani sér eftir atvikinu sem átti sér stað eftir æfingu. Þetta er atvik sem er byggt á misskilningi, Nani hélt að hér væri um að ræða treyju sem var stolið úr hans persónulega safni," segir heimildarmaður Sun sem er náinn vinur Nani.

„Eftir að hafa fengið treyjuna í hendurnar, spurði Nani stuðningsmanninn hvar hann hafði keypt treyjuna og sagðist ætla að skila henni ef hann gæti fengið staðfest að þetta væri ekki treyjan sem vantaði í safnið. Um leið og hann getur staðfest þetta þá mun hann skila treyjunni."

Umrædd treyja er treyjan sem Nani klæddist í undanúrslitaleik EM 2016, þar sem hann skoraði í 2-0 sigri gegn Wales. Portúgal endaði á að vinna mótið eftir úrslitaleik gegn Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner