Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Las Palmas vann í Valencia
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Valencia 2 - 3 Las Palmas
1-0 Pepelu ('14 , víti)
1-1 Alex Munoz ('43 )
1-2 Fabio Silva ('54 )
1-3 Alberto Moleiro ('85 )
2-3 Cesar Tarrega ('94 )
Rautt spjald: Pepelu, Valencia ('70)

Valencia tók á móti Las Palmas í eina leik kvöldsins í spænska boltanum og úr varð mikil skemmtun, þar sem Pepelu tók forystuna fyrir heimamenn.

Pepelu skoraði úr vítaspyrnu á 14. mínútu og héldu heimamenn forystunni allt þar til undir lok fyrri hálfleiksins, þegar Alex Munoz jafnaði metin með marki gegn gangi leiksins.

Staðan var því jöfn í leikhlé, 1-1, og ríkti meira jafnræði með liðunum í síðari hálfleik.

Fabio Silva, sem er á láni hjá Las Palmas frá Wolves, skoraði snemma í síðari hálfleik til að taka forystuna og var hart barist eftir það.

Hvorugu liði tókst þó að skora en markaskorarinn Pepelu fékk að líta beint rautt spjald á 70. mínútu fyrir að bregðast illa við í átökum eftir brot.

Tíu leikmenn Valencia réðu ekki við Las Palmas sem tvöfölduðu forystuna á 85. mínútu með marki frá Alberto Moleiro.

Valencia gafst ekki upp og minnkaði Cesar Tarrega muninn í uppbótartíma, en það dugði ekki til og urðu lokatölur 2-3 fyrir gestina.

Liðin áttust við í botnslag og eru núna jöfn á stigum á botni deildarinnar, með 6 stig eftir 10 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner