Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Marseille ætlar að kaupa Höjbjerg
Mynd: Getty Images
Franska félagið Marseille ætlar að festa kaup á danska miðjumanninum Pierre-Emile Höjbjerg en þetta segir Mehdi Benatia, yfirmaður íþróttamála hjá franska félaginu.

Höjbjerg kom til Marseille á láni frá Tottenham í sumar og hefur staðið sig prýðilega.

Tottenham setti ákvæði í samninginn sem gerir Marseille skylt að kaupa hann fyrir 17 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Benatia staðfesti við Tipsbladet að nú væri verið að vinna að því að gera skiptin varanlegt.

Pierra kom hingað á láni með möguleika á að við gætum keypt hann. Bráðlega verða skiptin gerð varanleg, sagði Benatia við Tipsbladet.

„Við erum mjög ánægð að hafa fengið Pierre-Emile hingað til Marseille. Við ræddum oft og mörgum sinnum við hann ásamt Pablo Longoria, forseta Marseille. Pierre sagði mér að hann væri með tilboð frá Ítalíu, Englandi og öðrum löndum, en ef við gætum náð samkomulagi við Tottenham þá myndi hann vilja koma hingað.“

„Pierre er einn sá besti, ef ekki besti leikmaðurinn í frönsku deildinni þegar það kemur að því að halda í bolta og heppnuðum sendingum. Það segir allt um hlutverk hans á vellinum og sem leiðtogi á miðsvæðinu,“
sagði Benatia.
Athugasemdir
banner