Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 26. umferðar - Draumurinn rættist
Höskuldur hefur oftast allra verið í Sterkasta liðinu í sumar, alls tíu sinnum en það er met.
Höskuldur hefur oftast allra verið í Sterkasta liðinu í sumar, alls tíu sinnum en það er met.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elfar Árni Aðalsteinsson minnti á sig.
Elfar Árni Aðalsteinsson minnti á sig.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
26. umferð Bestu deildarinnar lauk í gær og í næstu umferð er komið að lokaumferðinni. Draumurinn rættist og við munum næsta sunnudag fá hreinan úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn.

Víkingur vann hádramatískan og ótrúlegan 4-3 útisigur gegn ÍA á laugardag þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Erlingur Agnarsson var maður leiksins og skoraði tvö mörk og þá er Aron Elís Þrándarson í Sterkasta liði umferðarinnar ásamt þeim fyrrnefndu.

Breiðablik náði að standast pressuna og vinna Stjörnuna 2-1 þar sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið. Viktor Örn Margeirsson skoraði fyrra mark Blika og markvörðurinn Anton Ari Einarsson var valinn maður leiksins. Þá er Arnór Gauti Jónsson einnig í liði umferðarinnar og Halldór Árnason er þjálfari umferðarinnar.

Þess má geta að Höskuldur hefur tíu sinnum verið í liði umferðarinnar en það er met.



Þrátt fyrir tap þá á ÍA sinn fastakúnna í liði umferðarinnar, Johannes Vall sem átti mark og stoðsendingu. Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val er í liðinu eftir 1-1 jafntefli gegn FH en Valsmenn eru með Evrópusæti í sínum höndum fyrir lokaumferðina.

Í neðri hlutanum minnti reynsluboltinn Elfar Árni Aðalsteinsson á sig með því að skora bæði mörk KA í 2-1 sigri gegn Vestra. Þá var varnarmaðurinn Þorsteinn Aron Antonsson hetja HK með flautumarki sem tryggði sigur gegn Fram og HK-ingar halda í vonina um að falla ekki.




Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 26. umferðar
Sterkasta lið 24. umferðar
Sterkasta lið 23. umferðar
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 18 5 3 68 - 30 +38 59
2.    Breiðablik 26 18 5 3 60 - 31 +29 59
3.    Valur 26 11 8 7 60 - 41 +19 41
4.    Stjarnan 26 11 6 9 48 - 41 +7 39
5.    ÍA 26 11 4 11 48 - 41 +7 37
6.    FH 26 9 7 10 41 - 47 -6 34
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 9 7 10 40 - 47 -7 34
2.    KR 26 8 7 11 49 - 49 0 31
3.    Fram 26 8 6 12 37 - 45 -8 30
4.    Vestri 26 6 7 13 31 - 50 -19 25
5.    HK 26 7 4 15 34 - 64 -30 25
6.    Fylkir 26 4 6 16 29 - 59 -30 18
Athugasemdir
banner
banner