Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Maresca: Ein besta frammistaða tímabilsins
Mynd: EPA
„Við erum ekki hrifnir af því að tapa stigum og tapa leikjum, en ef ég þyrfti að velja leið til þess þá væri það þessi leið. Við reyndum að stjórna leiknum og vera með yfirráð. Við vorum á þeirra vallarhelmingi stærstan hluta leiksins þannig í mínum huga var frammistaðan stórkostleg,“ sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, eftir 2-1 tapið gegn Liverpool á Anfield í dag.

Lundúnaliðið spilaði flottan sóknarleik en á sama tíma var varnarleikur Liverpool til fyrirmyndar.

Chelsea hefur tekið miklum framförum síðan Maresca tók við, en hlutirnir féllu bara ekki með liðinu í dag.

„Hingað hef ég komið margoft áður og veit hversu erfitt það er en það var bara frábært að sjá hvernig við stjórnuðum og meðhöndluðum þennan leik. Við erum á leið í rétta átt.“

Það voru mörg vafaatriði í leiknum. Chelsea vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik er Trent Alexander-Arnold tók Jadon Sancho niður, en fengu ekki og þá fékk liðið dæmt á sig víti er Levi Colwill braut á Curtis Jones.

„Það voru nokkrar ákvarðanir sem voru frekar augljósar fyrir öllum, en dómarinn er þarna til að taka ákvarðanir og þeir ákveða að gera þetta öðruvísi.

„Þetta er smá bakslag því við töpuðum en frammistaðan var líklega ein sú besta á þessu tímabili,“
sagði Maresca í lokin.

Chelsea er í 6. sæti deildarinnar með 14 stig, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner