Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast
Mynd: John Walton
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir það hafa verið tímaspursmál hvenær liðinu yrði refsað fyrir að vera manni færri, en liðið tapaði sínum fyrsta leik í deildinni er það heimsótti Bournemouth í dag.

Declan Rice og Leandro Trossard höfðu fengið rauða spjaldið með Arsenal fyrr á tímabilinu en sluppu þá með stig gegn Brighton og Manchester City.

Þeir sluppu ekki í dag. William Saliba fékk rauða spjaldið eftir hálftíma er hann klaufalega tók Evanilson niður sem var að sleppa í gegn.

Ryan Christie og Justin Kluivert skoruðu tvö mörk á nokkrum mínútum á lokakafla leiksins og fyrsta tap Arsenal staðreynd.

„Það er mjög erfitt að vinna leiki í ensku úrvalsdeildinni með tíu leikmenn í 60-70 mínútur. Það var bara tímaspursmál hvenær slysið myndi eiga sér stað. Við höfum þurft að fara í gegnum þetta í þremur leikjum og það er það sem kostaði okkur leikinn.“

„Við fengum dauðafæri til að skora og grípa þannig leikinn og augnablikið. Þá hefðu úrslitin verið önnur, en síðan fáum við á okkur mark. Við reyndum að fara eftir reglunum en þetta eru þrjú ólík rauð spjöld með þremur ólíkum niðurstöðum.“

„Liðið reyndi og framlagið með tíu menn á vellinum var frábært, en það var ekki nóg til að vinna leikinn. Það tók okkur smá tíma að skilja hvað við þurftum að gera fyrstu fimmtán mínúturnar, en síðan tókum við leikinn í okkar hendur. Eftir hálftímaleik breyttist leikurinn,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner