Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hilmar Árni leggur skóna á hilluna - Fer út í þjálfun
Hilmar Árni Hallórsson.
Hilmar Árni Hallórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson mun leggja skóna á hilluna eftir leik Stjörnunnar og FH næsta laugardag.

Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.

Hilmar Árni er að fara að snúa sér að þjálfun en hann mun taka við 4. flokki kvenna og 3. flokki karla hjá Stjörnunni en hann kveðst mjög spenntur fyrir því verkefni.

Hilmar, sem er fæddur árið 1992, er uppalinn í Leikni en hefur spilað með Stjörnunni frá 2016. Á þeim tíma sem hann hefur leikið með Stjörnunni, þá hefur hann verið einn besti leikmaður efstu deildar.

Hilmar Árni hefur alls spilað 428 KSÍ-leiki og skorað 144 mörk.

Daníel Laxdal, herra Stjarnan, mun einnig leggja skóna á hilluna eftir síðasta leik tímabilsins og Þórarinn Ingi Valdimarsson mun þá spila sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna.
Athugasemdir
banner
banner