Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 16:56
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már hetjan í Hollandi - Gummi Tóta skoraði í stórsigri
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda í efstu deild hollenska boltans í dag og reyndist hann hetjan á útivelli gegn PEC Zwolle.

Staðan var markalaus í leikhlé en Elías Már lét til sín taka með því að skora fyrstu tvö mörk leiksins í síðari hálfleik.

Heimamenn í liði Zwolle minnkuðu muninn en tókst ekki að jafna svo lokatölur urðu 1-2 þökk sé Elíasi, sem er að skora fyrstu mörkin sín á tímabilinu.

Breda er um miðja deild með 12 stig eftir 9 umferðir, á meðan Zwolle situr eftir með 8 stig.

Í Armeníu byrjaði Guðmundur Þórarinsson á bekknum í stórsigri FC Noah gegn Van. Gummi kom þó inn af bekknum og skoraði eitt mark í 5-0 sigri. Noah er með 16 stig eftir 8 umferðir á nýju tímabili.

Í gríska boltanum var Sverrir Ingi Ingason í byrjunarliði Panathinaikos sem lagði OFI Crete, fyrrum félagslið Gumma, að velli með einu marki gegn engu. Hörður Björgvin Magnússon var ekki í hóp vegna meiðsla.

Panathinaikos hefur farið illa af stað á nýju tímabili og er aðeins komið með 12 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar. Tete, fyrrum leikmaður Leicester í ensku úrvalsdeildinni, skoraði eina mark leiksins.

Að lokum fóru þrír leikir fram í efstu deild í Noregi, þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen kom við sögu í góðum sigri Sarpsborg á útivelli gegn HamKam. Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður í liði HamKam.

Sveinn Aron fékk að spila síðustu mínúturnar í þessum afar dýrmæta sigri sem sér Sarpsborg fjarlægjast fallbaráttunni. Sveinn Aron og félagar eru núna fjórum stigum frá fallsæti, jafnir HamKam með 29 stig eftir 25 umferðir.

Logi Tómasson lék þá allan leikinn í markalausu jafntefli Strömsgodset gegn Kristiansund, þar sem Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður í liði heimamanna. Á sama tíma var Anton Logi Lúðvíksson ónotaður varamaður í markalausu jafntefli hjá Haugesund gegn KFUM Oslo.

Haugesund er í fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir af deildartímabilinu, með 24 stig úr 25 umferðum. Strömsgodset og Kristiansund eru nokkrum stigum fyrir ofan fallbaráttuna.

Zwolle 1 - 2 Breda
0-1 Elías Már Ómarsson ('55)
0-2 Elías Már Ómarsson ('78)
1-2 K. De Rooij ('81)

Noah 5 - 0 Van
1-0 G. Gregorio ('10)
2-0 Oulad Omar ('45+2)
3-0 Guðmundur Þórarinsson ('75)
4-0 M. Ayas ('77)
5-0 E. Cinari ('93)

OFI Crete 0 - 1 Panathinaikos

HamKam 0 - 2 Sarpsborg

KFUM Oslo 0 - 0 Haugesund

Kristiansund 0 - 0 Stromsgodset

Athugasemdir
banner
banner