Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
banner
   lau 19. október 2024 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Mbappe svaraði umræðunni með frábæru marki
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Celta 1 - 2 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('20 )
1-1 Williot Swedberg ('51 )
1-2 Vinicius Junior ('66 )

Franski framherjinn Kylian Mbappe skoraði fyrra mark Real Madrid í 2-1 sigri liðsins á Celta Vigo í La Liga í kvöld.

Mbappe hefur mikið verið milli tannanna á fólki, bæði vegna frammistöðu hans og nauðgunarmáls í Svíþjóð. Franski blaðamaðurinn Romain Molina segir Madrídinga sjá eftir því að hafa fengið sóknarmaninn frá Paris Saint-Germain og að líkamlegt ástand hans sé ekki eðlilegt miðað við 25 ára gamlan leikmann.

Sóknarmaðurinn er greinilega staðráðinn í að afsanna þá kenningu en hann skoraði með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig á 20. mínútu sem var sjötta deildarmark hans á tímabilinu.

Annars skapaði hann sér ekki mörg færi í leiknum og fékk 7,6 í einkunn á Fotmob.

Heimamenn fengu sín færi í leiknum og náðu að jafna metin á 51. mínútu er Williot Swedberg skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.

Brasilíski vængmaðurinn Vinicius Junior, sem verður krýndur besti fótboltamaður heims á næstu dögum, gerði sigurmark Madrídinga þegar tæpur hálftími var eftir. Vinicius fékk sendingu inn fyrir, fór framhjá markverði Celta og lagði boltann í netið.

Sjötti deildarsigur Real Madrid staðreynd og liðið nú komið upp að hlið toppliðs Barcelona með 24 stig.


Athugasemdir
banner