Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Glódís hafði betur gegn Karólínu - Hildur spilaði í tapi gegn Real Madrid
Glódís er á toppnum í Þýskalandi
Glódís er á toppnum í Þýskalandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þýskalandsmeistrar Bayern München unnu dramatískan 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í sannkölluðum Íslendingaslag í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir var í vörn Bayern á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á vængnum hjá Leverkusen.

Leverkusen fór með óvænta 1-0 forystu inn í hálfleikinn áður en Sarah Zadrazil jafnaði fyrir Bayern snemma í þeim síðari.

Hin 19 ára gamla Julia Mickenhagen kom Leverkusen aftur yfir aðeins mínútu síðar.

Þegar hálftími var til leiksloka jafnaði Georgia Stanway úr vítaspyrnu og þá var Karólínu Leu skipt af velli. Eftir það fór allt niður á við en Mickenhagen fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt áður en hin unga og efnilega Alara Sehitler gerði sigurmark Bayern í lokin.

Bayern er á toppnum með 18 stig en Leverkusen í 4. sæti með 14 stig.

Hildur Antonsdóttir kom inn af bekknum er Madrid CFF tapaði grannaslag gegn Real Madrid, 1-0, í Liga F á Spáni.

Hún lék síðasta stundarfjórðunginn en lið hennar er í 12. sæti deildarinnar með 6 stig.

Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en Börsungar unnu einmitt góðan 4-1 sigur á Levante í dag. Claudia Pina skoraði eitt og lagði upp tvö í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner