Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 19. október 2024 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri tapaði gegn KA á Akureyri í dag. Liðið á því enn á hættu að falla í lokaumferðinni. Vestri lenti undir eftir aðeins 25 sekúndna leik. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

„Það var alvöru skellur, ekki bara markið líka frammistaðan okkar í fyrri hálfleik var algjörlega til skammar. Við unnum ekki návígi, héldum ekki í boltann, vorum kraftlitlir og langt frá mönnunum okkar. Það er eitthvað sem við þurfum að læra hratt af því við eigum gríðarlega erfiðan leik heima í síðustu umferð. Við þurfum að spila töluvert betur en þetta til að ná í þau úrslit sem við viljum úr þeim leik."

„Síðustu þrjátíu mínúturnar í leiknum fannst mér við öllu betri. Reyndum aðeins að hræra í þessu og breyttum í fjögurra manna línu og reyndum að ýta fleiri mönnum upp og spyrja KA liðið eitthvað af spurningum. Mér fannst við gera það en ég hefði viljað sjá meira."

Skilaboðin fyrir leikinn var að vinna návígin.

„Við vorum linir í fyrri hálfleik og þá spilaði KA liðið eins og þeir væru Barcelona árið 2009 og það er ekki boðlegt."

Gunnar Jónas Hauksson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins þegar hann fékk boltann í höndina.

„Ég held að það séu allir sammála um að það voru mistök hjá dómaranum. Hann hefur séð þetta eitthvað vitlaust held ég, boltinn fer af lærinu á Gunnari og upp í hendina á honum. Ég held að hann hafi ekki gert neina tilraun til að reyna fá boltann í hendina, ef honum tókst það þá er hann góður markmaður líka."


Athugasemdir
banner
banner
banner