Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnlaugur Fannar áfram í Keflavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er búinn að skrifa undir samning við Keflavík sem gildir út næstu tvö keppnistímabil.

Gunnlaugur Fannar verður því áfram í herbúðum Keflvíkinga út tímabilið 2026 hið minnsta eftir að hafa leikið stórt hlutverk á nýliðnu tímabili þar sem hann tók þátt í 24 leikjum.

Gunnlaugur er fæddur 1994 og fór með Keflavík alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í Bestu deildinni í haust, þar sem liðið tapaði þó að lokum gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli.

Hann á 48 leiki að baki í efstu deild karla og hefur spilað fyrir Hauka, Víking R. og Kórdrengi á ferlinum - auk eins leiks með Fylki í Lengjubikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner