Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu glæsilegt jöfnunarmark Gvardiol
Gvardiol hefur verið í algjöru lykilhlutverki frá komu sinni til Man City.
Gvardiol hefur verið í algjöru lykilhlutverki frá komu sinni til Man City.
Mynd: Manchester City
Manchester City lenti óvænt undir gegn Wolves, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, er liðin mættust í fyrri leik dagsins.

Norski sóknarleikmaðurinn Jörgen Strand Larsen tók forystuna á sjöundu mínútu eftir frábæra sókn Úlfanna, en stjörnum prýtt lið Man City sótti stíft og fann jöfnunarmark.

Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol skoraði það mark með glæsilegu skoti utan vítateigs. Staðan er því 1-1 í hálfleik og getur Man City komið sér þremur stigum uppfyrir Arsenal með sigri.

Gvardiol leikur sem vinstri bakvörður og er örvfættur en skoraði glæsimark dagsins með hægri fæti. Hann er með frábæran skotfót og getur einnig notað hægri löppina, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.

Til gamans má geta að Gvardiol á enn eftir að skora með vinstri fæti frá komu sinni til Man City. Hann hefur skorað fimm mörk með hægri fæti og eitt með skalla frá því að hann gekk til liðs við enska stórveldið.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner