Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Iniesta byrjaður á þjálfararéttindum
Mynd: Getty Images
Spænska fótboltagoðsögnin Andrés Iniesta ætlar að gerast þjálfari og er strax byrjaður á námskeiðum aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Iniesta var goðsögn með Barcelona og spænska landsliðinu þar sem hann vann til ógrynni titla áður en hann skipti til Vissel Kobe í japanska boltanum 2018 og hélt loks til Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum áður en hann lagði skóna á hilluna.

Iniesta er 40 ára gamall og hefur ákveðið að vera eftir í Furstadæmunum til að hefja þjálfaraferilinn.

Iniesta var aldrei snöggur fótboltamaður eða líkamlega sterkur. Hann hefur alltaf verið þekktur fyrir sinn ótrúlega leikskilning, magnaða sendingagetu og frábæra tæknilega getu.

Það eru margir fótboltaáhugamenn sem eru afar spenntir fyrir þjálfaraferli Iniesta.
Athugasemdir
banner
banner