Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Grátlegt að ná ekki að kveðja fyrirliðann okkar með sigri"
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór fagnar marki.
Arnór fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var síðasti heimaleikurinn hans," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, um Arnór Smárason, leikmann liðsins, síðasta laugardag.

Arnór, sem er 36 ára gamall, sagði nýverið að það væru 99 prósent líkur á því að hann myndi hætta eftir tímabilið.

„Búið að vera frábær tími hérna uppi á Skaga þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Æðislegt að koma heim og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeild og í topp sex strax á fyrsta ári. Maður gat ekki beðið um neitt meira og ég er búinn að njóta eins og ég segi að vera hérna og spila fyrir framan mitt fólk. Það er mjög líklegt að við segjum þetta gott eftir tímabilið, það er 99 prósent," sagði Arnór.

Jón Þór segir að það sé grátlegt að síðasti heimaleikur Arnórs á Akranesi hafi verið 3-4 tap gegn Víkingi þar sem stór dómaramistök höfðu mikil áhrif.

„Það er alveg grátlegt að ná ekki að kveðja fyrirliðann okkar með sigri í lokaleiknum. Við vorum staðráðnir í að enda mótið á okkar heimavelli með sigri. Mér fannst strákarnir gera allt sem í okkar valdi stóð til þess. Það var bara tekið frá okkur," sagði þjálfari Skagamanna.

Arnór hefur átt frábæran feril þar sem hann spilaði meðal annars 26 landsleiki. Ferilinn endar með uppeldisfélaginu, þar sem þetta byrjaði allt saman.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Jón Þór sem var tekið eftir leikinn gegn Víkingum síðasta laugardag.
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Athugasemdir