Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 11:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR spilar heimaleik í Laugardalnum í annað sinn á tímabilinu
Úr leik KR og Fram sem fór fram í Laugardalnum í apríl síðastliðnum.
Úr leik KR og Fram sem fór fram í Laugardalnum í apríl síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur staðfest að síðasti heimaleikur liðsins fari fram í Laugardalnum. Þeir mæta HK sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

„Sigur í Árnænum, 0-1. Aron Sig með mark KR í kvöld. Bræðurnir Benóný Breki og Björgvin Brimi Andréssynir spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik saman þegar Björgvin Brimi kom inn á í lok leiks. Benó er 19 ára og Björgvin Breki aðeins 16 ára gamall. Virkilega skemmtileg stund fyrir þá bræður og fjölskyldu," segir í tilkynningu KR en þar segir einnig:

„Nú er bara einn heimaleikur eftir, hann fer fram á Þróttaravelli, Laugardal. Mætum og styðjum okkar menn til sigurs - vonandi verður 7. sætið okkar. Áfram KR."

Þetta verður annar heimaleikurinn á yfirstandandi tímabili sem KR spilar í Laugardalnum en þeir mættu einnig Fram þar í apríl þar sem aðstæður á Meistaravöllum voru ómögulegar til fótboltaiðkunnar.

Aðstaðan hjá KR, sigursælasta fótboltafélagi landsins, er alls ekki góð en það er vonast til að það verði komið gervigras á aðalvöll félagsins á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner