Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 12:11
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Wolves og Man City: Grealish og Foden á bekkinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Wolves í dag og fá tækifæri til að taka toppsæti deildarinnar með sigri, eftir að Arsenal tapaði óvænt gegn Bournemouth í gær.

Pep Guardiola gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem lagði Fulham að velli fyrir landsleikjahléð, þar sem John Stones kemur inn í varnarlínuna fyrir Manuel Akanji.

Jeremy Doku og Savinho byrja þá á köntunum í staðinn fyrir Jack Grealish og Phil Foden sem setjast á bekkinn. Nathan Aké er þá koiminn aftur í hóp eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla undanfarnar vikur.

Úlfarnir gera tvær breytingar eftir 5-3 tap gegn Brentford í síðustu umferð. Jose Sá byrjar á milli stanganna og dettur Sam Johnstone, sem fékk fimm mörk á sig í síðustu umferð, úr hóp.

Gary O'Neil þjálfari breytir þá um leikkerfi og bætir miðverðinum Santi Bueno við byrjunarliðið. Hann kemur inn fyrir kantmanninn Carlos Forbs þar sem Úlfarnir þurfa að styrkja varnarleikinn sinn eftir skelfilega byrjun á nýju úrvalsdeildartímabili.

Wolves: Sa; Semedo, Bueno, Dawson, Toti, Ait-Nouri, Andre, Lemina, J Gomes, Cunha, Larsen.
Varamenn: Bentley, Doherty, R Gomes, Doyle, Sarabia, Forbs, Bellegarde, Guedes, Lima.

Man City: Ederson, Lewis, Stones, Dias, Gvardiol, Kovacic, Gundogan, Bernardo, Savinho, Doku, Haaland.
Varamenn: Ortega Moreno, Carson, Ake, Grealish, Akanji, Nunes, Foden, O'Reilly, McAtee.
Athugasemdir
banner
banner