Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gavi aftur í hóp tæpu ári eftir krossbandsslit
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Gavi verður í leikmannahópi Barcelona í dag í fyrsta sinn í tæpt ár eftir að hann sleit krossband með spænska landsliðinu síðasta haust.

Gavi meiddist í 3-1 sigri gegn Georgíu í undankeppni fyrir EM í nóvember í fyrra, en hann var fastamaður í byrjunarliðunum hjá Barcelona og Spáni þegar atvikið átti sér stað.

Miðjumaðurinn efnilegi var aðeins 19 ára gamall þegar hann meiddist í fyrra og átti 20 ára afmæli í ágúst. Hann á 27 landsleiki að baki fyrir Spán þrátt fyrir ungan aldur, auk þess að eiga yfir 100 keppnisleiki að baki fyrir Barca.

Barcelona tekur á móti Sevilla í kvöld og fær svo FC Bayern í heimsókn á miðvikudagskvöldið.
Athugasemdir
banner