Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Segir 'litlu' liðin oft verða undir þegar það kemur að stórum ákvörðunum - „Eitthvað í undirmeðvitundinni“
Mynd: EPA
Gary O'Neil, stjóri Wolves á Englandi, kallar eftir meira samræmi í dómgæslunni en hann talaði þar sérstaklega um sigurmarkið sem John Stones skoraði í lokin í 2-1 sigri Man City á Molineux í dag.

Stones skoraði með skalla eftir hornspyrnu Phil Foden seint í uppbótartíma.

Bernardo Silva stóð fyrir Jose Sa, markverði Wolves, sem virtist hafa áhrif á sjónlínu hans, en markið var dæmt löglegt.

O'Neil sagði eftir leik að mjög svipað atvik átti sér stað í leik Wolves gegn West Ham fyrr á þessu ári en þá var mark dæmt af Max Kilman. Tawanda Chireva var þá dæmdur rangstæður fyrir að vera fyrir Lukasz Fabianski.

„Útskýringarnar sem við fengum voru þær að Tawanda Chireva var svo nálægt markverðinum og því hafði hann áhrif á hann. Það var örugglega tæpur meter á milli Bernardo Silva og Jose Sa.“

„Það er alveg hægt að færa sömu rök hér, en ég er viss um að þeir munu segja okkur að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá öllum.“

„Það er enginn möguleiki á því að fólk sé viljandi að gera þetta gegn Wolves, bara svo það sé á hreinu, en það er eitthvað í undirmeðvitundinni þegar það kemur að því að taka ákvarðanir, svona án þess að þeir geri sér grein fyrir því. Ertu líklegri til þess að gefa Man City þetta fram yfir Wolves?

„Ef ég ætlaði mér að koma einhverjum í uppnám úti á götu og það væri einn lágvaxinn maður og annar hávaxinn maður þá myndi ég gera það við lágvaxna manninn. Ég hef ekkert á móti þeim, en veistu hvað ég er að tala um? Það er eitthvað þarna en þeir gera það ekki viljandi,“
sagði O'Neil.
Athugasemdir
banner
banner