Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crystal Palace sagt leiða kapphlaupið um Hákon Arnar
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kemur á vefmiðlinum Caught Offside að Crystal Palace leiði kapphlaupið um íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson.

Hákon Arnar var í síðustu viku orðaður við bæði Palace og Tottenham.

Bæði félög hafa verið með njósnara á leikjum Lille að fylgjast með honum.

Núna segir Caught Offside að Palace leiði kapphlaupið um Hákon en Palace hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og ekki enn tekist að vinna leik. Þetta er óvænt þar sem Palace endaði síðasta tímabil frábærlega.

Það væri auðvitað gríðarlega skemmtilegt að fá annan Íslending í ensku úrvalsdeildina en Hákon Rafn Valdimarsson er núna á mála hjá Brentford.
Athugasemdir
banner
banner