Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Snéri aftur á völlinn eftir tæplega árs fjarveru
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Gavi snéri aftur á völlinn með Barcelona í gær en tæpt ár er liðið frá því hann sleit krossband.

Gavi, sem er með efnilegustu miðjumönnum heims, meiddist í leik gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á síðasta ári.

Félagið staðfesti eftir leikinn að um krossbandsslit væri að ræða og tók því við langt endurhæfingarferli.

Miðjumaðurinn var mættur á bekkinn hjá Barcelona gegn Sevilla í gær og kom inn á þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka, ellefu mánuðum eftir að hafa meiðst.

Pedri, sem var fyrirliði Barcelona í leiknum, setti fyrirliðabandið utan um handlegg Gavi er hann kom inn á, þó Gavi sé ekki í fyrirliðahóp félagsins.

Barcelona vann leikinn 5-1 og er sem stendur á toppnum með 27 stig, en liðið hefur skorað 33 mörk í tíu leikjum sínum á tímabilinu.


Athugasemdir