Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   sun 20. október 2024 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Þorsteinn Aron Antonsson hetja HK í kvöld
Þorsteinn Aron Antonsson hetja HK í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK tóku á móti Fram í Kórnum í kvöld þegar næst síðustu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld. 

Það stefndi allt í jafntefli í kvöld en þegar komið var rúmlega inn í uppbótartímann fundu HK sigurmark.


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Fram

„Nei það er rétt, þetta var geðveikt." Sagði hetja HK Þorsteinn Aron Antonsson aðspurður hvort að sigrarnir gerast nokkuð sætari en þetta.

HK fékk aukaspyrnu á sínum vallarhelmingi djúpt inn í uppbótartímanum sem Christoffer Petersen markvörður HK þrumar inn á teig og HK vann fyrsta bolta þar sem hann féll fyrir Þorstein Aron sem skoraði sigurmark HK í kvöld.

„Ég sá að Eiður [Gauti Sæbjörnsson] var að fara vinna þennan skallabolta þannig ég bara spretti af stað og fékk hann í lappir og kláraði." 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að Þorsteinn Aron Antonsson skorar sigurmark gegn Fram og hann væri alveg til í að mæta þeim í hverri viku.

„Ég væri alveg til í það. Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili það er gegggjað." 

Þessi sigur var gríðarlega mikilvægur fyrir HK en þeir jafna Vestar að stigum fyrir loka umferðina. 

„Við erum aldrei hættir að trúa og þetta gefur okkur sjálfstraust inn í leikinn á móti KR." 

Nánar er rætt við Þorstein Aron Antonsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 9 7 10 40 - 47 -7 34
2.    KR 26 8 7 11 49 - 49 0 31
3.    Fram 26 8 6 12 37 - 45 -8 30
4.    Vestri 26 6 7 13 31 - 50 -19 25
5.    HK 26 7 4 15 34 - 64 -30 25
6.    Fylkir 26 4 6 16 29 - 59 -30 18
Athugasemdir
banner
banner