Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Carragher eyddi færslu um Webb - „Átti hann einhvern þátt í þessu?“
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Carragher var ekki lengi að eyða færslu um Howard Webb, yfirmann dómaramála á Englandi, er hann horfði á leik Bournemouth og Arsenal í dag.

Færslan var um atvik sem átti sér stað eftir hálftímaleik er William Saliba fékk að líta rauða spjaldið.

Saliba tók niður Evanilson niður sem var að sleppa í gegn og fékk upphaflega að líta gula spjaldið frá Rob Jones, dómara leiksins, sem var síðan sendur að VAR-skjánum.

Hann breytti litnum á spjaldinu í rautt eftir að hafa ráðfært sig við VAR-teymið, en þá akkúrat sást mynd af Howard Webb, sem var í stúkunni á leiknum. Webb var þá í símanum og fóru einhverjar samsæriskenningar á loft um að hann hafi átt þátt í að breyta ákvörðun á velli.

„Átti Howard Webb einhvern þátt í þeirri ákvörðun að gefa Saliba rautt spjald?“ sagði og spurði Carragher sem eyddi síðan færslunni.

Þetta var þriðja rauða spjaldið sem Arsenal fær í deildinni, en þeir Leandro Trossard og Declan Rice sáu einnig rautt fyrr á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner