Newcastle ætlar að bjóða 80 milljónir fyrir Guéhi - Palmer ekki til sölu - Wirtz eftirsóttur - Man Utd vill ráða Amorim - Trent og Frimpong á...
   lau 19. október 2024 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Modric orðinn elstur í sögu Real Madrid
Mynd: EPA
Luka Modric, leikmaður Real Madrid á Spáni, er elsti leikmaður í sögu félagsins en hann náði þessum merka áfanga í kvöld er liðið lagði Celta Vigo að velli, 2-1.

Modric, sem er 39 ára og 40 daga gamall, sló met ungversku goðsagnarinnar Ferenc Puskas með því að verða elsti leikmaðurinn til að spila keppnisleik með Madrídingum.

Puskas setti matið árið 1967 í 8-liða úrslitum spænska bikarsins gegn Betis, en hann var þá 39 ára og 37 daga gamall.

Modric hélt upp á metið með því að koma inn af bekknum og leggja upp sigurmarkið aðeins þremur mínútum síðar fyrir brasilíska vængmanninn Vinicius Junior.

Real Madrid fór upp að hlið Barcelona á töflunni en bæði lið eru með 24 stig.




Athugasemdir
banner