Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Griezmann í hóp með Benzema, Messi og Suarez
Mynd: EPA
Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madríd á Spáni, náði því magnaða afreki að koma að 200 mörkum í La Liga, en hann náði þessum áfanga í 3-1 sigrinum á Leganes í gær.

Aðeins þrír leikmenn höfðu náð þessum áfanga á síðustu tíu árum en það eru þeir Karim Benzema, Lionel Messi og Luis Suarez.

Griezmann bættist í hópinn í gær með öðru marki Atlético í sigrinum á Leganes.

Franski leikmaðurinn hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður Atlético síðasta áratuginn eða svo.

Ef heildartölurnar eru teknar saman er hann með 287 mörk og stoðsendingar með Atlético, Barcelona og Real Sociedad, en þær tölur eru fengnar af Transfermarkt.

Fabrizio Romano sagði á X að Griezmann væri með 200 mörk og stoðsendingar, en þar átti hann væntanlega við síðustu tíu árin og því væri hann kominn í hóp með ofannefndum leikmönnum.




Athugasemdir
banner