Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 14:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dramatískt sigurmark hjá Englandsmeisturunum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wolves 1 - 2 Man City
1-0 Jörgen Strand Larsen ('7)
1-1 Josko Gvardiol ('33)
1-2 John Stones ('95)

Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar sem tapaði 5-3 gegn Brentford í síðustu umferð, tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir byrjuðu ótrúlega vel og tóku forystuna strax á sjöundu mínútu, þegar Norðmaðurinn Jörgen Strand Larsen skoraði eftir frábæra sókn heimamanna.

Bakvörðurinn Nélson Semedo komst í gott færi til að tvöfalda forystuna en mistókst að skora og þess í stað jöfnuðu gestirnir frá Manchester metin. Króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol gerði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan teigs.

Man City sótti stíft en Úlfarnir vörðust vel og varði José Sá nokkrum sinnum meistaralega til að halda stöðunni jafnri.

Englandsmeistararnir gáfust ekki upp. Fimm mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og fékk Man City nokkrar hornspyrnur í röð á lokamínútunum og rataði boltinn loks í netið þegar John Stones stangaði hann inn.

Markið var þó skoðað aftur gaumgæfilega vegna mögulegrar rangstöðu og var Chris Kavanagh dómari sendur í skjáinn við mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna á heimavelli.

Það kom þeim þó öllum í opna skjöldu þegar Kavanagh ákvað að halda sig við upprunalegu ákvörðun sína og leyfa marki Stones að standa. Bernardo Silva var í rangstöðu en hafði engin áhrif á José Sá markvörð Úlfanna. Kavanagh virti því ráðgjöf Stuart Atwell úr VAR-herberginu að vettugi.

Lokatölur urðu því 1-2 fyrir Man City sem fer á topp deildarinnar og er þar með 20 stig eftir 8 umferðir. Liverpool getur endurheimt toppsætið með sigri á heimavelli gegn Chelsea þegar liðin mætast í dag.

Úlfarnir eru á botni deildarinnar sem fyrr, með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner