Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Óvíst hversu lengi Albert verður frá - „Metum stöðuna á næstu dögum“
Albert og Moise Kean meiddust báðir í gær
Albert og Moise Kean meiddust báðir í gær
Mynd: EPA
Óvíst er hversu lengi landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson verður lengi frá en hann meiddist snemma leiks í 6-0 stórsigri Fiorentina á Lecce í Seríu A í gær.

Albert hefur verið að glíma við meiðsli síðustu mánuði. Hann var ekki með Fiorentina í byrjun tímabilsins vegna meiðsla í kálfa, en kom inn af krafti í lok september.

Hann hefur skorað þrjú mörk í fjórum deildarleikjum sínum með Flórensarliðinu.

Í byrjun leiks gegn Lecce í gær fann Albert til læri og var honum skipt af velli, en Raffaele Palladino, þjálfari Fiorentina, segir óvíst hversu lengi hann verður frá.

Ekki nóg með það þá meiddist ítalski sóknarmaðurinn Moise Kean á ökkla, en báðir komu til Fiorentina í sumar.

„Guðmundsson er með vesen í læri og verður staðan metin á næstu dögum. Kean tognaði á ökkla. Hann reyndi að hanga inn á eins lengi og hann gat, en síðan töldum við best að taka hann af velli,“ sagði Palladino.

Fiorentina sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem það greindi frá því að Albert hafi tognað í læri og að hann muni fara í frekari rannsóknir til þess að meta meiðslin, en ítalskir fjölmiðlar telja það líklegt að hann verði ekki með í næstu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner