Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 14:19
Ívan Guðjón Baldursson
Albert fór meiddur af velli - Vonast til að þetta sé ekki alvarlegt
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Fiorentina sem heimsótti Lecce í efstu deild ítalska boltans, Serie A, í dag.

Albert þurfti að fara af velli eftir um sjö mínútna leik vegna meiðsla á nára. Óljóst er hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða eða ekki og mun íslenski landsliðsmaðurinn gangast undir læknisskoðanir í dag og á morgun.

Fiorentina er þó að gera flotta hluti í fjarveru Alberts og leiðir 0-4 eftir tæpar 60 mínútur af venjulegum leiktíma, þar sem Danilo Cataldi og Andrea Colpani eru búnir að skora sitthvora tvennuna.

Albert meiddist í sumar og missti af sex fyrstu leikjum tímabilsins með Fiorentina en hefur síðan þá skorað þrjú mörk í fjórum leikjum með sínu nýja félagi.
Athugasemdir