Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur heyrt að starfið hjá Man Utd sé freistandi fyrir Howe
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe er sagður spenntur fyrir því að taka við Manchester United.

Man Utd hefur farið illa af stað á tímabilinu og það er skiljanlega mikil pressa á Erik ten Hag, núverandi stjóra liðsins.

Nafn Howe hefur bæst í umræðuna á síðustu vikum yfir stjóra sem geta mögulega tekið við liðinu. Mick Brown, fyrrum yfirnjósnari hjá United, hefur heyrt að Howe sé spenntur fyrir starfinu hjá Man Utd ef Ten Hag verður rekinn.

„Ég hef heyrt að þetta tækifæri freisti hans," sagði Brown við Football Insider.

„Það eru stór vandamál hjá félaginu sem þarf að taka á, en þetta er frábær staður og þetta er eitt stærsta félag í heimi."

Howe er í dag stjóri Newcastle þar sem hann hefur gert flotta hluti, en áður gerði hann vel með Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner