Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood næst markahæstur í Frakklandi
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Mason Greenwood hefur farið hamförum með franska liðinu Marseille á þessu tímabili en hann skoraði og lagði upp er liðið slátraði Montpellier, 5-0, í frönsku deildinni í kvöld.

Greenwood kom til Marseille frá Manchester United í sumar en margir stuðningsmenn mótmæltu kaupunum vegna vafasamrar fortíðar Englendingsins.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Greenwood handtekinn vegna gruns um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart kærustu sinni, Harriet Robson, í janúar árið 2021.

Eftir handtökuna setti Manchester United leikmanninn í bann. Snemma árs 2022 var málði fellt niður þar sem það var ekki talið líklegt til sakfellingar.

Upphaflega átti Greenwood að snúa aftur í hóp Man Utd, en félagið hætti við það á síðustu stundu eftir að ákvörðun félagsins lak út í fjölmiðla. Félagið fékk á sig mikla gagnrýni eftir lekann og ákvað því í staðinn að lána hann til Getafe.

Þar var hann í aðalhlutverki en frammistaða hans þar tryggði honum félagaskipti til Marseille í sumar.

Englendingurinn hefur tekið deildina með stormi. Í kvöld skoraði hann og lagði upp, en hann er nú kominn með sex mörk í deildinni og er næst markahæstur á eftir Bradley Barcola, leikmanni Paris Saint-Germain.

Greenwood er þar að auki með eina stoðsendingu, en Marseille er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig, þremur stigum á eftir toppliði PSG.

Samkvæmt frönskum miðlum er PSG að skoða það að fá Greenwood í sumarglugganum en hann hefur einnig verið orðaður við spænska stórliðið Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner