Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 11:24
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Liverpool við Van Dijk eru í gangi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool hefur staðfest að hann sé í viðræðum við félagið um að framlengja samning sinn.

Þessi 33 ára leikmaður hefur verið meðal bestu varnarmann heims í mörg ár en hann hefur verið hjá Liverpool síðan í janúar 2018. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

„Viðræður eru í gangi. Sjáum hvað gerist. Öll mín einbeiting er á Liverpool, ég vil vinna leikina sem eru framundan. Ég veit ekkert hvað framtíðin mun bera í skauti sér. Ég get bara sagt þér að við erum að ræða málin," segir Van Dijk.

Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton fyrir 75 milljónir punda og hann hefur hjálpað félaginu að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina, FA-bikarinn, deildabikarinn og HM félagsliða,

Undir stjórn Hollendingsins Arne Slot hefur Van Dijk hjálpað liðinu að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili þar sem liðið er með sjö sigra úr fyrstu átta leikjunum.

„Mér líður vel líkamlega, andlega og hef enn gaman að því að spila fótbolta," segir Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner