Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Jota líklega ekki með á miðvikudag
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota verður líklega ekki með Liverpool er það mætir RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, en hann meiddist í 2-1 sigri liðsins á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jota meiddist eftir samstuð og þurfti að biðja um skiptingu, en talið er líklegast að hann hafi brákað rifbein.

Darwin Nunez kom inn fyrir portúgalska leikmanninn og gæti þurft að spila áfram í framherjastöðunni en Arne Slot, stjóri Liverpool, telur ólíklegt að Jota verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Leipzig á miðvikudag.

„Við þurftum að skipta Jota af velli. Ég er ekki viss hvað amar að honum, en það kæmi mér á óvart ef hann verður klár á miðvikudag,“ sagði Slot.

Þetta gæti verið ágætis tækifæri fyrir Nunez til að sanna sig fyrir Slot en hann hefur komið inn af bekknum í fimm af átta leikjum sínum með liðinu á tímabilinu og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner